Ætli við bróðir minn séum þeir einu sem höfum húmor fyrir því að Heimdallur sjái jafnt nótt sem dag hundrað rasta?
Mitt ófélagslynda sjálf
Áðan barðist ég við að hringja í fólk upp á að setjast við Austurvöll og dreypa á bjór í sólinni. Ég hugsaði með sjálfum mér að ég gæti notið mín jafnvel einn. Svo ég grillaði tvo hamborgara, opnaði bjór og settist út á svalir með góssið. Það var ömurlegt. Stundum er félagsskapur nauðsyn. En hvers á ég að gjalda fyrir að allir séu í prófum nema ég?