Hattakaup

Ég fór upp í toll og sótti hattinn minn. Pósturinn rukkaði mig um tæpan fjögurþúsundkall í toll og virðisaukaskatt. Það er ekki í lagi hvað hlutirnir kosta hér á landi. Hér er sundurliðun á kostnaði hattsins:

Hattur, 5798 kr.
Sendingarkostnaður, 2255 kr.
Tollur 1208 kr.
VSK, 1973 kr.
Aðflutningsgjöld, 614 kr., geri ég ráð fyrir.

Heildarverð: 11848 kr.

En nú á ég í það minnsta góðan hatt og þarf ekki að skammast mín fyrir óhóflega barðastærð eins og var raunin með gamla hattinn minn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *