Vangaveltur

Ég hef aldrei skilið hvers vegna málabrautir framhaldsskólana eru kallaðar „flugfreyjubrautir“. Mikill er máttur þeirrar flugfreyju sem farið getur með Hómer og Evripídes á frummálinu.
Ég þykist ekki ná til botns í endaleysu þessa Baugsmáls. En hitt þykist ég vita, að hverjir svo sem það verða sem málið springur framan í, þeir verða í vondum málum. Nei, ég gleymdi því eitt andartak að ég bý á Íslandi, þar sem Davíð Oddssyni nægir að prumpa til að draga athyglina frá því sem meira máli skiptir.
Samkvæmt Closing of the Western Mind ætlaði Jesús sér aðeins að betrumbæta lagabókstaf gyðinga, fremur en að kollvarpa honum. Því var kristin kirkja áreiðanlega stofnuð í fullkominni óþökk þess upprisna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *