Baugsfeðgar létu einkaspæjara fylgjast með ferðum Jóns Geralds og konu hans, segir herra Sullenberger sjálfur. Í hvaða tilgangi sagði hann ekki. Einnig hefur komið fram að Jónína lá undir Styrmi og gat með honum lögfræðiaðstoð Jóns Steinars, þrátt fyrir að óvinveittir Sjálfstæðismenn hafi í andstöðu sinni hangið yfir henni eins og ufsagrýlur andskotans, enda þótt þeir hvergi kæmu nærri samsærinu. Samsærinu um hvað veit enginn. En ljóst má vera, ef eigi var áður, að Baugsmál þetta er hinn mesti sirkus.