Fyrir nokkru var ég staddur á lítilli samkomu þar sem ýmislegt var rætt, þ.á.m. kosningar til Heimdallar. Og ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég heyrði sagt útundan mér: Ertu Bollisti? Ég trúði því tæpast að eins góður Laxdælubrandari hefði verið lagður upp fyrir mig, svo ég tróð mér inn í samræðurnar og sagðist sjálfur alltaf hafa verið meiri Kjartanisti. Það fannst mér fyndið. Hnífapör heyrðust detta. Enginn hló. Ekki einu sinni bros. Þeir sem á annað borð vissu hvað ég átti við föttuðu ekki brandarann og héldu að ég hefði ekki fylgst með samræðunum. En þannig er það nú bara, að sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð.
Annars var ég aldrei Kjartanisti. Bolli Þorleiksson er minn maður.