Er það bara ég eða eru íslenskar bókmenntir eftir 1950 einfaldlega ókræsilegri en þær frá fyrri hluta sömu aldar? Það er sem snilldin hafi dáið og Einar Kárason komið í staðinn. Snilldin hefur raunar endurfæðst í Andra Snæ Magnasyni, en hann verður líklegast seint talinn til 20. aldarskálda. Aukinheldur er því miður svo mikið drasl í umferð að hin staka snilld drekkist og gleymist í hrúgu eftir hrúgu af bókum og bleðlum sjálfumglaðra exhibitionista um alls ekkert og ekki neitt. Við þá er Einar Kára eins og Þórbergur í samanburði. Í ljósi þess má segja að ný gullöld íslenskra bókmennta hafi þegar verið kæfð við fæðingu.
Ljóð dagsins er „Grafskrift svefnpurkunnar“ (lesist: Grafskrift Arngríms):
Hér hvíli ég, hinn morgunsvæfi maður.
Að marki var mér fótaferðin ströng.
Ég fór að hátta – fékk hér loksins glaður
þá fyrstu nótt sem mér var nógu löng.
-Steingrímur Thorsteinsson.