Gullöld íslenskra bókmennta

Er það bara ég eða eru íslenskar bókmenntir eftir 1950 einfaldlega ókræsilegri en þær frá fyrri hluta sömu aldar? Það er sem snilldin hafi dáið og Einar Kárason komið í staðinn. Snilldin hefur raunar endurfæðst í Andra Snæ Magnasyni, en hann verður líklegast seint talinn til 20. aldarskálda. Aukinheldur er því miður svo mikið drasl í umferð að hin staka snilld drekkist og gleymist í hrúgu eftir hrúgu af bókum og bleðlum sjálfumglaðra exhibitionista um alls ekkert og ekki neitt. Við þá er Einar Kára eins og Þórbergur í samanburði. Í ljósi þess má segja að ný gullöld íslenskra bókmennta hafi þegar verið kæfð við fæðingu.

Ljóð dagsins er „Grafskrift svefnpurkunnar“ (lesist: Grafskrift Arngríms):

Hér hvíli ég, hinn morgunsvæfi maður.
Að marki var mér fótaferðin ströng.
Ég fór að hátta – fékk hér loksins glaður
þá fyrstu nótt sem mér var nógu löng.

-Steingrímur Thorsteinsson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *