Í öllu falli var gærkvöldið áhugaverð mannlífsstúdía, þótt ekki yrði meira sagt. Skúli átti afmæli og óskist honum enn og aftur til hamingju með það. Ég fór raunar heim snemma vegna fullstífra lifraræfinga en endaði samt inni á skemmtistað í stutta stund, hafði í það allra minnsta vit á að drekka ekki neitt meðan ég var þar.
En nú held ég að tími sé kominn á smá bindindi. Svo þarf ég að læra upp á nýtt hvernig á að blogga. Jafnvel fara á námskeið í því hvernig forðast beri að vera steiktur í samræðum við fólk.