Þriðji þáttur Garðskálans er kominn! Húrra! Í þessum þætti tókum við Jón fyrir póstmódernisma. Nokkur bið varð á vinnslu þáttar vegna slagsmála sem fylgdu í kjölfar upptaka (og á meðan). En hann hefur nú loks verið sendur út.
Bókmenntafræðingurinn knái (og ekkisens blaðasnápurinn sem aldrei sér Rassopúlos í friði), Ásgeir H Ingólfsson, var meðal tilraunaáhorfenda. Hann hafði eftirfarandi að segja um þáttinn:
Annar hefur ferðast um gervalla heimsbyggðina sem fréttamaður án þess að skrifa einn einasta staf, hinn hefur þvælst með stærstan hluta ferðarinnar með viskíflösku og kaskeyti sér til sáluhjálpar. En eftir að þeir uppgötvuðu smávindla Faraós og töfraraunsæi Alcazars hershöfðingja varð ekki aftur snúið og þeir fluttu af Myllusetri á skuggalegan bar á Íslandi (sjá Dularfullu stjörnuna).
Sjáið Tinna reykja sig í hel á mettíma, sjáið svipinn á Kolbeini kafteini á meðan Tobbi gamnar sér á löppinni á honum. Sjáið þá takast á við Kolbrúnu Bergþórs, Egil Helga og tíu litla negrastráka. Sjáið Tinna og Kolbein kaftein ræða bókmenntir í Garðskálanum þar sem Arngrímur Vídalín, öðru nafni Furðufíllinn Elmar, og Jón Örn Loðmfjörð, öðru nafni Curly Sue, bróðir minn í tourettes, fara á kostum!
Annars virðist mér Stína frænka, eitursvöl sem endranær, hafa óbeint ljóstrað upp umfjöllunarefni næsta Garðskála í DV í dag. Þeir sem vilja halda í spennuna forðist snepilinn. Þeir sem á hinn bóginn vilja njóta persónutöfra frænku minnar og annarra andans manna, kíki í blaðið.
Smellist og horfist:
Frábært! Gríðarlega verðmætt innlegg í menningarumræðuna í dag. Þarna er ekkert verið að flækja hlutina heldur komið sér beint að efninu. Tek hattinn ofan fyrir ykkur, þið eigið heima á skjám landsmanna.
Bíð spenntur eftir næsta þætti.
Dóri