Af því bráðum fer í hönd hátíð einhleypra og ég geri í því að vera almennt bitur og leiðinlegur milli þess sem ég er fáránlega töff og stýri vinsælasta bókmenntaþætti landsins ætla ég að tilnefna Ruby’s Arms sem jólalagið í ár (eins og þið sjáið hef ég líka útrýmt kommunni, [úps] megi hún brenna í helvíti). Þannig að þessi jól meðan ég sit yfir einhverri kellingamynd með bjór í annarri og typpið í hinni og grenja úr mér augun getið þið notið samvistanna hvort við annað og hlustað á þetta lag til að minna ykkur á að til er ógæfusamara fólk. Til þess eru jú jólin. Segið svo að ég sé ekki rómantískur.
I will leave behind all of my clothes
I wore when I was with you
All I need’s my railroad boots
And my leather jacket
As I say goodbye to Ruby’s arms
Although my heart is breaking
I will steal away out through your blinds
For soon you will be wakingThe morning light has washed your face
And everything is turning blue now
Hold on to your pillow case
There’s nothing I can do now
As I say goodbye to Ruby’s arms
You’ll find another soldier
And I swear to God by Christmas time
There’ll be someone else to hold youThe only thing I’m taking is
The scarf off of your clothesline
I’ll hurry past your chest of drawers
And your broken wind chimes
As I say goodbye I’ll say goodbye
Say goodbye to Ruby’s armsI’ll feel my way down the darkened hall
And out into the morning
The hobos at the freight yards
Have kept their fires burning
Jesus Christ
This goddamn rain
Will someone put me on a train
I’ll never kiss your lips again
Or break your heart
As I say goodbye I’ll say goodbye
Say goodbye to Ruby’s arms.
– Tom Waits.
Ég efast um að nokkurntíman hafi nokkrum manni dottið í hug að segja að þú sért ekki rómantískur.
Hvað er þetta með jólin sem einhverja rómantíska hátíð? Fyrir mér hefur þetta alltaf verið fjölskyldupakki, með ananasfrómas og tilheyrandi órómantískum dönskum réttum.
Jólin eru ekki rómantísk, það eruð þið sem eruð rómantísk!
Fyrir mér eru jólin hápunktur rómantíkur en það gæti hugsast að það tengdist minni persónulegu rómantísku reynslu.
Annars hefur Ruby’s Arms löngum verið eitt af mínum uppáhalds Waits lögum. Vel valið!
Svo þreytist ég aldrei á að benda fólki á að ná í Silent Night með Tom Waits, ef það kemur þér ekki í jólahátíðarskap þá er málið einfaldlega dautt.
Sem minnir mig á að ég þarf að skila þér Tom Waits safninu þínu. Það er ekki par jólalegt fyrir þig að vera án Ruby’s Arms í bílnum.