Ég hef enn á ný uppfært bókalistann og einfaldað flokkakerfið. Að þessu sinni hverfast breytingarnar sérstaklega um flokkinn fornrit/miðaldabókmenntir og svo ævisögur, þótt einhverjar viðbætur megi finna í hverjum flokki, ekki síst ljóðunum. Ef eitthvert ykkar á eitthvað af þessu á reki – þótt sérstaklega sé það hæpið um miðaldabókmenntirnar, enda hreint ekki ókeypis bækur nema síður sé – þá endilega droppið línu í athugasemdirnar neðst á síðunni. Þær verða ævinlega opnar.
Hvað snertir hillumetrann af bókum sem ég gaf hér um daginn þá ætla ég að reyna að keyra það til fólks á næstunni. Heimilisföng sendist á arngrimurv [hjá] simnet [punktur] is ef ég veit þau ekki þegar.