Þegar ég bjó hjá mömmu fannst mér alltaf vera kjúklingur í matinn, og alltaf neitaði ég að borða hann. Í eitt skiptið þá reyndi ég að finna hentuga leið til að losna undan þessu harðræði. Svo ég lýsti því yfir við matarborðið að það væri með öllu óferjandi að bera þennan viðbjóð inn á heimilið því kötturinn snarbrjálaðist í hvert sinn gólandi eins og ófreskja kringum okkur borðandi. Þá sló mamma hnefa í borðið og sagði að kötturinn skyldi sko ekki fá að stjórna því hvað fólk legði sér til munns á hennar heimili. Ég bjóst ekki við svona góðu svari.
Annars hef ég ákveðið að leyfa athugasemdir aftur. Í bili. Ekki búast við að ég svari þeim samt.
Þú svarar þeim sko víst.