Ég sé bara pappír þegar ég blaða í evrunum mínum, tel þær, kasta yfir höfuð mér og hlæ kapítalistalega með sjálfum mér. En mér er sagt að á þeim megi lifa í mánuð á Spáni, að húsaleigu undanskilinni. Þær kostuðu 56 þúsund krónur. Fyrir mann sem reykir hvorki né drekkur ætti að vera einfalt mál að lifa á þessu hér í jafnlangan tíma. En til allrar hamingju reyki ég bæði og drekk í algjöru óhófi. Til þess er fríhöfnin að bjarga mér um það.
Og nú fyrst ég hef tekið peninga útúr raunbankanum á ímynduðu gengi get ég farið að lækka eigin stýrivexti til að fjárfesta innistæðu mína í gleðibankanum í kvenlegum atvinnutækjum Finnlands. Miðað við núverandi gengi á ég nefnilega minni séns í erlenda markaði hér heimavið, og innlendi markaðurinn heillar ekki beinlínis. Framleiðslan ætti að verða gífurleg innspýting fyrir þjóðarbú sjálfs mín.
Ég verð þar í 10 daga. Bölvun og blessun sem það samtíðis er.
Namm, Finnland. Ég hef komið á umferðarmiðstöðina í Jyväskylä!
Í guðanna bænum mundu eftir því að kaupa þér sígarettukarton í fríhöfninni, jafnvel þótt þeir eigi ekki mjúku pakkana 😉
Hver veit hvað pakkinn kostar núna úti