Kannski ólíkt flestum þá er ég ánægður með veðrið núna. Massíf snjókoma og hörð suðaustanátt. Þá er gott að eiga bjór og súrmeti, og nokkur velvalin lög til að kynda undir einhverslags jólastemningu. Þetta síðastnefnda sækist raunar seint.
Prófin á leiðinni, og svo þessi jól með öllu sínu tilheyrandi hérna uhh. Það er eitthvað skrýtin tilhugsun, einsog jafnan þennan árstíma. Sumir hlutir breytast einfaldlega aldrei. Kann ekki alveg að útskýra það.
Ég óska eftir að bylurinn haldi út jólin.
Ég er,aldrei þessu vant á þessu árstíma,ekki komin í jólaskap.Held að við verðum að drífa í jólamyndakvöldinu okkar!
Ég vil líka byl og snjó og mikið af honum. En vélin verður að geta lent á föstudaginn.