Ég stóðst prófið. Ég fékk af algerri rælni sömu spurningu og ég fékk fyrir tveim árum í goðafræði Snorra-Eddu í HÍ, semsé, um heimildargildi Snorra-Eddu, Eddukvæða og annarra sambærilegra texta, svosem Gesta Danorum, Ynglinga sögu, Völsunga sögu o.s.frv.
Eftir prófið spurði kennarinn hvort ég væri ekki örugglega búinn að fá allar upplýsingar viðvíkjandi námsdvöl við Árósa og hvort ég ætlaði ekki örugglega að koma. Það er semsé offisjalt, þótt ég hafi ekki opinberlega sótt um ennþá; ég er að flytja til Árósa í fyrsta lagi á næsta ári, síðasta lagi því þarnæsta.
Hér er boðið uppá svokallað 4+4 kerfi. Fyrri helmingur er BA gráða til þriggja ára, fjögurra að vísu í mínu tilfelli, og svo til eins árs í meistaranámi. Ef ég hætti eftir eitt ár fengi ég gagnslausa diplómu sem segði að ég hefði lokið ble námi við bla skóla og kynni því að hossa mér á róluvelli fræðanna svo lengi sem enginn stærri og sterkari, feitari og frekari kæmi mér nærri.
Að loknu þessu eina ári myndi ég skila inn einskonar drögum að doktorsrannsókn fyrir fakúltetið að synja eða samþykkja. Að fengnu samþykki nýtti ég seinni fjögur árin til rannsókna, kennslu og fræðaskrifa. Og að fimm árum loknum fengi ég PhD. í norrænum fræðum, kennsluréttindi og mögulega fasta stöðu.
Og ég er bara andskotans ekkert viss um hvort ég hafi nokkurn einasta áhuga á að koma aftur að loknum þeim fimm árum. Engin furða svosem, Ísland er álíka aðlaðandi og Zimbabwe um þessar mundir, og ég hef allt sem ég þarf hér. Að undanskildum elsku vinum mínum. Nenniði ekki bara að flytja með mér?
Veðrið er miklu betra í Zimbabve.
Fjári líst mér vel á þetta hjá þér. Sláðu til. Hittumst svo reglulega í Köben. Tekur enga stund fyrir mig að skjótast þangað frá Lundi.
Iss, Köben. Kemurðu ekki bara í heimsókn til Árósa? Tekur þrem og hálfum tíma betur að skipta um lest á Höfuðbana í átt til hins fagra Jótlands. Ef þú ert enga stund fyrri leiðina ætti rest ekki að vera mikil fyrirstaða.
Koddþúbrra!
Jájú, ef þú ferð í nám til Árósa lofa ég að heimsækja þig – með því skilyrði að við tökum líka einhvern tímann suddalega helgi í Köben.
Það ætti að vera hægt að koma því við. Getum bjallað í Sverri, Æsu og Dag Snæ og dregið þau með á barinn. Einhver ætti svo að geta hýst sjúskuð hræin af okkur.
Dýrindis plan.