Unglingurinn sem fiktaði við reykingar og skrópaði í leikfimi staðnæmdist framan við spegilinn einn morgun tíu árum seinna. Þar sá hann sjálfan sig með sömu hárgreiðsluna og tíu árum áður, kominn niður í 15 sígarettur á dag, sýnilega tíu árum eldri. Þó var hann orðinn allt það sem hann vildi hugsa sér að hann myndi vera orðinn að tíu árum liðnum. Að sínu leytinu til hafði hann því ekki brugðist sjálfum sér.