Síðasta ljóðabók Sjóns eftir okkur Jón Örn Loðmfjörð.
Kápa: Fanney Sizemore
Um bókina segir aftast:
bókin er skrifuð á stuttum tíma í draumi þann fjórða desember tvöþúsundogátta eftir neyslu átta kaffibolla og tuttuguogþriggja sígarettna í herbergi troðfullu af silfurskottum ljóðabókum sjóns úrklippum úr morgunblaðinu íslenskri orðabók og farsíma sem hringdi aldrei þakka þeim sem trufluðu mig ekki þakka sjón fyrir textana
þessa bók ert þú nú með í höndunum hún er raunveruleiki guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt og guð gefi sjón mátt til að fyrirgefa líkt og ég hef nú þegar fyrirgefið sjálfum mér þessa útgáfu
Bókina má sækja [HÉR].