Deginum fyrir

Þá fer að líða að þessu. Á morgun klukkan fjögur. Ég er ekkert spenntur, enn er ég ekki farinn að hlakka neitt sérlega til. Hinsvegar verð ég að játa að ég er orðinn talsvert kvíðinn. Hvers vegna er það?

Ég vona að skýin hafi klárað vikuskammtinn í rigningunni áðan.

Fór í IKEA áðan og keypti mér mottu og bindahengi. Sýndi fyrrum vinnufélaga mínum hengið stoltur og prísaði notagildi þess og tilgang. Þá kom í ljós að hengið er ætlað undir buxur en ekki bindi. Svona er maður nú ósívílíséraður og fávís. En ég keypti nú samt hengið og hengdi á það bindin mín. Það var nú góð saga.