Þannig leiðast lýðræðisríki oft til fasisma.
Áðan lagði ég mig og vaknaði upp við það, að hafa dreymt mann sem þoldi ekki Michel Houellebecq en elskaði Milan Kundera. Þetta fór í taugarnar á mér vegna þess að ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að þessu séu öfugt farið. Hins vegar er ég of latur til að nenna að lesa þá sjálfur, a.m.k. ekki fyrr en ég hef lokið u.þ.b. sjötíu öðrum bókum.
Ármann bloggar um finngálkn og fantasíuofurlækna. Ég tek undir það að House læknir sé ekkert annað en fantasía, fyrir mér mætti House læknir og hans sykurstaff öll vera finngálkn, án þess að ögra raunveruleikastaðlinum sem þátturinn setur (sem raunar er ekki endilega slæmt). Þá gæti þátturinn heitið Finngálkn læknir. Ja, svei mér þá, ef hann yrði ekki betri fyrir vikið.
En svo dæmi sé tekið um hversu steiktir þættirnir um House lækni eru, má nefna þegar Sean Bean (eða tvífari hans) lá eins og skata uppi á skurðarbretti með svöðusár á maganum eins og eftir loftstein og House lækni virtist meira í mun að dissa hann og ögra honum en að lækna hann. Þegar sjúklingurinn drapst og tekið var til við endurlífgun hreytti læknirinn því út úr sér að nær væri að leyfa honum að drepast. Svo fór nærri því að lækninum góða yrði vísað úr skurðstofunni, en væntanlega gerði samstarfsfólk hans sér grein fyrir því að allt var þetta gert með ásettu ráði í þágu hinna óhefðbundnari hugmyndafræða læknisfræðinnar. Já, mikill er máttur Finngálkns læknis
Ætli það komi ekki raunveruleikaþáttur byggður á honum bráðum? 🙁
Ha, nei því hef ég enga trú á, sama hvern þú átt við, Tony Blair, Milan Kundera eða House lækni.