Með morgunkaffinu á Kringlusafni eigum við jafnan í samræðum um allt og ekkert, að þessu sinni ræddum við um símavændi. Þegar samræðurnar fóru að ná nokkurri hæð datt mér í hug hvort ekki væri hægt að koma á laggirnar sams konar þjónustu fyrir hinar hjartahreinni sálir, þar sem hryggbrotnu fólki byðist að hringja inn og láta mæra sig Shakespeare/Byron-style: Shall I compare thee to a summer’s day? Thou art more lovely, and more temperate. And on that cheek, and o’er that brow, so soft, so calm, yet eloquent, the smiles that win, the tints that glow, but tell of days in goodness spent, a mind at peace with all below, a heart whose love is innocent! ((áhugasömum er bent á að þau ljóð sem eru notuð í þessari færslu eru: Sonnettur Shakespeare númer 18 og 76, og She Walks in Beauty eftir Lord Byron))
Að ógleymdri klassíkinni í What’s New Pussycat: Your face is pale, as the autumn moon!
Í það minnsta ekki eins subbulegt og að klæmast yfir símann. Í það minnsta fyndist mér huggulegra að liggja í rósabaði, grátandi yfir munarljóðum, en sitja rúnkandi mér á klósettinu við að símamærin slengir af sér þvengnum og hrærir í keraldi sínu. Vonum samt að þjónusta þessi færi ekki út í: O! know, sweet love, I always write of you, and you and love are still my argument; so all my best is dressing old words new, spending again what is already spent: for as the sun is daily new and old, so is my love still telling what is told. -Já, jááá!!! Haltu áfram, druslan þín! Hvernig blómstra rósirnar, hvernig?!!
Er þetta ekki tilvalin viðskiptahugmynd fyrir ungan og framtakssaman mann?
Væri þá ekki eðlilegt að Þjóðleikhúsið myndi sína Rauðu línuna á móti?
Ætli ég geti sloppið undan svörum með því að svara með spurningu?