Við Bjössi tókum daginn snemma og fórum á Bókhlöðuna, sem væri ekki áhugaverð frásögn nema fyrir eitt (nema ef það þykir áhugavert að ég hafi eytt fimm klukkutímum tæpum í samfelldan lestur á íslenskum framburðarreglum).
Um eittleytið fórum við út í Björnsbakarí að friða meltingarfærin og virðast spakir á sama tíma. Sjálfur var ég svo spakur að ég missti algjörlega af því þegar erlendur maður kom inn með hönd á jakkavasa og segir lágri stemmu við afgreiðslustúlkurnar: I have a gun. Stúlkurnar litu skelkaðar hver á aðra og aftur á manninn vantrúaðar: You have a gun?! Yes … svaraði hann að bragði, örlítið hvekktur, hálf vandræðalega jafnvel.
Á endanum yfirgaf þessi vingjarnlegi náungi þó sjoppuna án þess að skjóta neinn. Þessu tókst mér alveg að missa af, enda talsvert spakur og menntalegur og upptekinn af rúnstykkinu mínu. Alveg áreiðanlega hefur hann uppgötvað hvað allar kringumstæður voru kjánalegar og hætt við. Grætur sjálfsagt með hausinn í koddanum einmitt á þessari stundu, byssan í öskutunnunni, hugsar til ljúfra æskuáranna þegar hann var saklaus polli í löggu og bófa einhversstaðar í Litháen eða eitthvað. Jahá.
sshitt!! það hefði örugglega liðið yfir mig ef gaurinn hefði sagt þetta við mig =/
crazy people..
Ekki lagar það heldur ótta þinn við skúrka og skuggabaldra …
Kanski var hann nýkominn með byssueyfi og var bara að monta sig. :Þ
Var hann sumsé með Ingvar Örn Ákason með í för, þessi ágæti Pólverji ?
Alveg gæti ég trúað því.
Kannski sagði hann bara Hæ Eva Gunn.
Þú horfir of mikið á bíómyndir herra Arngrímur!
Það var Bjössi sem heyrði þetta. Sjálfur var ég ekkert á þeim skónum að láta vopnað rán trufla hádegiskaffið.