Vísindaferð í gær. Kynntist nokkrum íslenskunemum á kostnað of mikillar drykkju. Var því kominn heim klukkan tíu, nýtt met þarmeð slegið.
Dreymdi geitunga og undarleg ferðalög. Vaknaði í fremur ankannalegu ástandi og hélt út á svalir að drekka kaffi í góða veðrinu. Uppgötvaði fljótlega vissan árstíðabundinn vanda við að hafa tré vafin um svalirnar, geitungafjöld. Telst ég að vonum hugrakkur að hafa staðið þarna í fullar tíu mínútur meðan pöddurnar geystust hjá lon og don. Það var einhvern veginn svona.
En það er með þetta eins og svo margt annað að þetta er spurning um val, val um að njóta veðursins meðan það er og þá innan um geitunga, eða sleppa því og húka inni. Var ég þá hrifnari af fyrri kostinum. Finnst það svo út í hött þegar fólk eitrar garðinn sinn fyrir þessu og öllu öðru, þarmeðtalið sjálfu sér. Auk þess er talsvert skárra að eiga við þessi kvikindi utandyra en innan.
Nick Cave í kvöld. Tónleikar hans á Broadway fyrir fjórum árum voru þeir allra bestu sem ég hef farið á, og ég er efins um að hann toppi þá núna. Engu að síður var ég fyrstur í röð þeirra sem keyptu sér miða. Get varla beðið!
Já geitúngar eru ógeðslegir . Góða skemmtun . Ég hjólaði framm hjá húsinu þínu. Kannski getum við hist .
Já, það væri gaman.