Góðar hugmyndir koma þegar síst þú átt von á þeim. Þá er að grípa andrúmið meðan það gefst. Eiginlega er þetta fíflalega einfalt en fáránlega flókið samtíðis. Mig langar í bjór (nei, það er ekki hugmyndin).
Ég vek athygli á að mig skortir kaffivél ef ég á að lifa af veturinn, frjáls framlög leggist inn á 515-26-850602, kt.: 011184-2359. Vek einnig athygli á að mér finnst tölur einstaklega heillandi leið til firringar. Í MS var ég einstaklingur 180629. Slík númer eru samt einmitt til þess fallin að svipta mann einstaklingstilfinningunni.
121206 ræddi 0111842359 úr 173.168.1.35 um 180629. Minnir mig á setningu úr þeirri ágætu (en stærðfræðilega órökréttu) kvikmynd π: The whole world can be conveyed through numbers. Hálf drungaleg tilhugsun, er það ekki? Einhvern veginn (af hverju þá?) er það samt töff.
það fer í taugarnar á mér þegar sagt er að ferningur eða hringur séu stærðfræðileg form. Þau eru alveg jafn stærðfræðileg og kúkur. Það þarf bara miklu fleiri formúlur til að útskýra kúk.
Svo fer líka í taugarnar á mér þegar stærðfræði kennararnir reyna að vekja áhuga nemenda með því að segja „tónlist er td. pjúra stærðfræði!“. Bara því að þeir geta tjáð tónlist með stærðfræði(að takmörkuðu leyti). Það er eins og að segja að þýska sé pjúra enska, af því að maður á orðabók.
Enda er það algjört kjaftæði að list sé útreiknanleg eða að listamenn fylgi einhvers konar stærðfræðilegri formúlu. Tónbilum á hljóðfæri má e.t.v. lýsa með stærðfræði, blaðra um nótnasamsvaranir milli áttunda og hvaðeina, en stærðfræði fær ekki lýst þeim tónlistarlegu hæðum sem listamaður getur náð þegar hann leikur á píanó.
Þess vegna er tónlist engu meiri stærðfræði en amma mín – list stendur utan við, svo og tungumál og markt fleira. Hið húmaníska stendur utan talna. Ef stærðfræði gæti raunverulega lýst heiminum væri engin sérstök ástæða fyrir því að kenna ekki tónfræði á því formi, hvað þá önnur fræði, eða aukalega sem annað sjónarhorn á fræðin.