Bíðandi eftir kraftaverki

Það var verið að segja mér frá því að Tryggingastofnun trúi á kraftaverk. Svo virðist sem blindir og heyrnalausir þurfi að fara á tveggja ára fresti í skoðun til að athuga hvort þeir séu ennþá blindir og heyrnalausir. Mig grunar reyndar að þetta hljóti að ganga yfir flesta sem eru á einhvern hátt fatlaðir. Fólk sem hefur misst útlimi þarf að öllum líkindum að fara reglulega til að athuga hvort það hafi froskagen sem valda því að nýjir útlimir vaxi á það. Það hlyti að spara gríðarlega fjármuni á hverju ári ef það væri bara hægt að merkja við fólk „Þetta er varanlegt, þurfum ekki að tjékka þetta aftur“.