Vinnan og hjálpandi tölvuaula

Erfiður dagur í vinnunni framundan, þetta verður hins vegar síðasta vikan í sumar sem er svona óeðlileg. Er betra að fá fríið eða er betra að vinnan sé rólegri og maður sé fyrr búinn (sem hefur í raun áhrif alla vikuna en ekki bara daginn á undan og eftir frídeginum)? Erfitt mat.

Fór í gær til að redda tölvunni hans Ásgeirs, náði ekkert að gera almennilegt fyrren ég skilgreindi markmiðið einfaldlega sem „koma tölvunni í starfhæft form“ í stað þess að ætla að gera allt fullkomið. Með þessu náði ég að sjá út hvernig best verður síðan að bjarga þessu alveg þegar maður hefur meiri tíma.

Það eru tíu mínútur í að ég fari að klæða mig. Úff. Ég held að Eygló hafi verið að stinga upp á því að við gerum eitthvað á morgun, ekki nenni ég því.