Sunnudagsferð

Við fórum áðan upp í Elliðaárdal í fyrsta skipti. Við ætluðum að fara á Minjasafnið. Þar sem við höfðum lesið að það opnaði klukkan 13:00 á sumrin vorum við hissa að það var ekki opið þegar við komum svona kortét í tvö. Við fórum í smá gönguferð um dalinn. Við komum aftur um hálfþrjú og ekki var safnið opið. Ég ákvað að athuga hvort Eygló hefði lesið vitlaust á heimasíðunni og hringdi í Sigga svo hann gæti athugað opnunartímana á netinu. Akúrat þegar Siggi er að segja mér að þetta hafi allt verið rétt hjá Eygló sjáum við Sólarneistann koma og leggja. Út kom hobbiti nokkur og hleypti okkur inn.

Við skoðuðum safnið og nú get ég loksins sagt hvað mér fannst um það en ekki bara endurtekið það sem ég sagði til að gleðja Stefán. Það vantaði fleiri ljósaperur og mér finnst að það ætti að vera smá bás helgaður Ticino
raflagnaefninu.

Stefán var upptekinn mjög, var að skera pappír fyrir pönkara. Við fengum að skoða Rafheima á neðri hæðinni, þar var ægilega djúpur brunnur og ýmislegt sem skemmti litlum heilum okkar Eyglóar. Stefán fékk síðan fleiri gesti og útskýrði þá dáltið um markmið safnsins á næstunni. Við verðum annars að skreppa þarna seinna, margt áhugavert. Merkilega margir gullfiskar þarna.

Fórum síðan aðeins í búðir til að plana hvað við gerum þegar við komust loksins í stærra á stúdentagörðunum (jamm íbúðin okkar er minni en það sem er á stúdentagörðunum). Lukum ferðinni í Ísbúðinni í Álfh…. fyrirgefið, Ísbúðinni í Fákafeni.