Eldavélafærsla

Þegar einn af hinum fúlu Kremlverjum (Svanborg) tók sig til og böggaði bloggheiminn þá var eitt atriðið sem greinarhöfundurinn pirraði sig á færslum um biluð heimilistæki. Annað atriði var það að henni fannst ekki gaman að lesa um hvaða fræga fólk bloggarar hefðu hitt. Þessi tvö atriði hef ég alltaf talið að hún hafi fengið á að lesa mig, upphafspunktur hennar í blogglesningu var Beta Rokk sem hafði einmitt hlekkjað á mig þessa vikuna. Ég er samt ekki bloggari.

Allir muna eftir fræga fólks færslunum sem ég skrifaði oft meðan ég vann í búðinni en ástæðan fyrir að ég tel að kommentið um biluðu heimilistækin séu mér að kenna er vegna þess að þessa vikuna var eldavélin mín að bila og vissulega skrifaði ég um það.

Þetta er langur formáli að einföldu atriði, ég er loksins kominn með heila eldavél, tvær hellur í lagi. Eldavélin gamla var í þrjá mánuði hjá rafvirkja sem mig grunar að hafi farið yfirum rétt eftir að hann fékk hana í viðgerð, allavega náði ég aldrei í hann. Ég endaði með að ná sjálfur í eldavélina, fékk húseigandann með mér reyndar og vinnufélagi minn smaug inn um glugga.

Ég ætla ekki að nota eldavélina í kvöld, reyni að gera það á morgun.