Ég er farinn

Nei, ég er ekkert farinn en þetta er plan. Í einum þætti af Seinfeld kom George með það plan að yfirgefa alltaf staðinn um leið og hann nær einum góðum brandara af því hann klúðraði öllum bröndurum sem komu í kjölfarið. Þetta er gott plan fyrir mig. Ef ég er í kringum fólk sem skilur ekki húmorinn minn þá á ég til að rugla það alveg með bröndurum og þá er það oft af því að ég hef sagt brandara sem virkaði og vill fylgja honum eftir. Ég verð að hætta þessu, bara yfirgefa svæðið meðan fólkið er ennþá hlæjandi.