Helvítis Síminn

Áðan eyddi ég rúmlega 40 mínútum í símanum í að reyna að ná sambandi við Símann. Þegar klukkan var að verða sex sá ég fram á það að einfaldara væri að fara yfir í Kringluna og redda þessu þar. Fyrrihluta verkefnisins lauk á frekar einfaldan hátt og ég er ekki lengur internetáskrifandi hjá Símnet, seinnihluta verkefnisins lauk ekki jafn einfaldlega. Ég reyndi að útskýra málið fyrir afgreiðslumanninum en hann hefði allt eins getað sagt:”Ég veit ekkert, ég skil ekkert, þó þú útskýrir þetta þannig að greind dýr gætu skilið það þá myndi ég ekkert fatta.” Mig langaði að standa upp og setjast við næsta þjónustuborð til að reyna að finna vit hjá Símanum en af því ég er afskaplega góður í mér þá gerði ég fokkings hálfvitanum það ekki.

Hvert skref sem maður tekur í átt frá Símanum er unaðslegt.