Bíll í lagi

Ég þurfti að nota strætó í dag. Ástæðan er sú að bíllinn var á verkstæði, það var reyndar ekkert að honum en við létum hann í allsherjarskoðun til að sjá hvort einhver vandamál væru í uppsiglingu og til að skipta um hina og þessa hluti. Reyndar fundust enginn vandamál sem er gott þó manni finnist kannski peningurinn hafa farið fyrir lítið.

Strætó kom korteri of seint sem var ekki gott, var hræddur um verkstæðið yrði lokað þegar ég loksins kæmist. Í strætó kom upp að mér ung stúlka og sagði mér hve flott henni finndist merkið mitt (Davíð í herinn og herinn burt), Eygló var þá nýbúin að minna mig á að við ættum einhver svona merki til þannig að ég gaf stelpunni merkið. Nú er að finna nýtt merki. Spurning hvort Stefán eigi eitthvað af þessum merkjum eftir því ég er alltaf reglulega spurður um þau.

2 thoughts on “Bíll í lagi”

  1. Alltaf gaman í strætó!
    Og líka alltaf gaman að eiga góðan bíl, nú er bara að þrífa hann almennilega(sem hefur verið á verkefnalistanum svo mánuðum skiptir). Love U!

Lokað er á athugasemdir.