Í morgun hlustaði ég á Zombie að vanda (Zombie til klukkan 10, Radio Reykjavík til 12:20 og síðan Rás 2 þar á eftir). Hann var nokkuð góður, Sigurjón Kjartansson er á Akureyri að fylgjast með Essomóti (sonur hans að spila með HK held ég) og skoðandi menninguna. Ægilega fyndið þegar tveir úr hljómsveitinn Vínyl voru í viðtali fyrir sunnan meðan Sigurjón var í farsímanum að horfa á fótbolta. Doktorinn er síðan að gera heiðarlega tilraun til að láta reka sig með að spila lög sem aldrei fá að heyrast á X-inu. Glæsilegt alveg.
Þetta er færsla númer 100 síðan ég fór á Kaninkuna, 50 fyrstu vikuna, 50 næstu tvær og hálfa viku.