Bloggheimurinn skelfur…

…og ég fatta ekki af hverju. Hefur þessari umtöluðu síðu um umtal verið breytt umtalsvert til að forðast meira slæmt umtal? Eða var ekkert meira spennandi þar en er þar núna? Veit ekki. Stormur í bloggglasi. Er eitthvað skrýtið að feministar vilji skoða hvað netverjar hafa verið að segja um félagið og feminsma án þess að þurfa að fara fram og aftur um netið? Fínt fyrir þær að hafa þetta á einum stað.

Vona að Salvör verði ekki sár þó ég hlekki á síðuna, mér sýnist leyndin vera þegar horfin. Ég hefði annars sleppt því að hafa linka á aðrar síður, bara slóðirnar og síðan hefði ég skipað leitarvélum að láta síðuna vera (ef svo þær myndu slysast einhvern veginn inn).

Ég fæ annars alltaf einhverja notalega tilfinningu þegar bloggheimar loga og ég er bara í kælinum fjarri spennunni. Aðrir virðast hafa mikla þörf til koma sér í miðju alls svona vesens.

Leave a Reply