Bráðum þarf að huga að flutningum

Ég held að við Eygló ættum bara að fara að undirbúa flutninga, við höfum færst upp um 8 sæti á öðrum listanum og svona 3 á hinum síðan við fengum svar fyrir nokkrum vikum síðan. Núna erum við í 16. sæti á listanum til að fá íbúð í Eggertsgötunni og 9. á listanum til að komast á Hjónagarða. Nú þurfum við að fara að ákveða hvort við reynum að komast inn á Eggertsgötuna eða sættum okkur við Hjónagarða til að komast fyrr að. Að vísu gengur hraðar á Eggertsgötulistann.

Nú er spurningin hvernig við eigum að flytja? Fá sendiferðabíl? Þekkjum við einhvern í Reykjavík sem á stóran bíl? Held það en er ekki viss…. Spurning hvort það myndi duga að flytja allavega sumt í kerru. Ég veit ekkert. Verðum að spá í þessu, síðan að ákveða með húsgagnakaup og svo framvegis.

Síðan að segja upp þessari íbúð, skildist reyndar að það væri einn áhugasamur um hana en það gæti hafa breyst. Ef einhverjum fer að vanta íbúð, litla íbúð við hliðina á Kringlunni þá fer ein kannski að losna bráðum. Fyrirtaksfólk sem við erum að leigja hjá, gáfu okkur gjafir þegar við útskrifuðumst og allt. Aldrei að angra mann.