Þessi helgi flaug á brott, ég var nú líka að vinna á laugardagsmorgun þannig að það er nú eðlilegt. Næsta helgi er löng þannig að almenn gleði mun þá taka við. Verð að gera eitthvað skemmtilegt innanbæjar. Síðan er verkefni morgundagsins að hitta barn, við vorum að spá í það í kvöld en vorum boðuð í kvöldmat á síðustu stundu.
Við vorum reyndar alveg að fara að elda þegar hringt var í okkur og sagt að okkur væri boðið í mat til Guðrúnar sem er dóttir Jóhannesar afabróður Eyglóar. Þarna voru að sjálfsögðu Jóhannes, Steinunn (mamma Eyglóar) og Reynir (afi Eyglóar) líka.
Við borðuðum og spjölluðum og ég lét vera að segja að mér finndist Berlusconi vera mafíósi. Tala ekki um pólitík við þennan ættlegg tel ég góða leið að vinsamlegum samskiptum.
Ég ætla annars að reyna að plata Reyni og Steinunni að fara með Jóhannesi á safnið til Stefáns í vikunni.