Vikan byrjar með kvöldverðarboði

Fór í kvöld mat til Helgu og Gumma. Þangað komu Anna systir á leið til útlanda og Óli frændi. Guðmar + Oddný með sín börn Mikael og Sóleyju. Síðan komu Árný og Hjörvar með Hrefnu og litlu nýfæddu og afar rólegu. Sóley er búin að finna út nafn á frænku sína, hún á að heita Kata, ekki Katrín heldur bara Kata. Hrefna er líka búin að finna nafn á systur sína, hún á að heita Hrefna sem ætti væntanlega ekkert að valda ruglingi.

Eftir klukkutíma setu náði ég í Eygló. Stuttu seinna fór barnafólkið og við spjölluðum til svona tíu. Gaman gaman. Anna kemur síðan aftur í ágúst og þá með Havali (sem einhver vildi kalla Hafliða á íslensku).