Norskir kúgarar?

Íslenski söfnuðurinn í Noregi fær borgað fyrir hvern einasta Íslending sem býr þar í landi, nú er þvílíkt uppnám því norsk yfirvöld vilja halda betur um þetta og það gæti farið svo að söfnuðurinn þurfi í raun og veru að skrá fólk í hann. Það að þurfa skrá fólk í söfnuðinn er augljóslega hræðilegt því þá þyrfti að taka mið af því hve margir aðhyllast kenningar safnaðarins, peningarnir myndu örugglega þurrkast fljótt upp.

Það væri víst hægt að fá undanþágu frá þessu ef um væri að Þjóðkirkjusöfnuð sem þetta er víst ekki. Hvers vegna í ósköpunum ættu aðrar reglur að gilda um Þjóðkirkjunasöfnuð? Þjóðkirkjan nýtur vissulega meiri verndar en þetta innan Íslands. Til eru sögur af Íslendingum sem fluttu heim frá útlöndum og voru skráðir í Þjóðkirkjuna þegar þeir komu aftur þrátt fyrir að hafa verið utan hennar áður en haldið var af landi.

Það þarf að aðskilja helvítis kirkjuna frá ríkinu og í leiðinni þyrfti að senda fólki bréf með umsókn sem það þyrfti að senda inn til að vera áfram innan þeirrar frjálsu kirkju. Hve stór hlutfall myndi nenna að gerast meðlimur í kirkjunni ef það væri ekki nærri sjálfvirk skráning í gangi með hefðum? Ekki margir. Ef þið hafið ekki gert það nú þegar þá skulið þið segja ykkur úr kirkjunni, farið á Hagstofuna og reddið þessu.

Svo maður ljúki þessu á góðum punkti þá er best að umorða trúlausa danska prestinn. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem lifir á svona upplýstum tímum geti trúað þessari þvælu sem finnst í Biblíunni.

Leave a Reply