Húsgagnahugleiðingar

Þar sem við erum líklega að fara flytja frekar fljótlega (vonandi ág-sept) þá erum við byrjuð að skoða húsgögn af alvöru. Þarna fer haugur af því sem hefur sparast, reyndar erum við ekki illa stödd en ekki jafnvel stödd og leit út fyrir í upphafi sumars.

En við ákváðum að kannski væri best að taka sig til og spyrja vini og ættingja um hvort þeir eigi húsgögn á lausu. Einfaldasta leiðin er vissulega sú að skrifa fyrirspurn hér í dagbókina. Okkur vantar aðallega bókahillur, eldhúsborð, stóla og sófa (planið er reyndar að kaupa svefnsófa svo hægt sé að fá næturgesti). Það gæti reyndar verið að okkur vantaði fleira en ekkert er víst með það. Vinir og ættingjar á Akureyri mega alveg taka þetta til sín líka því það er væri jafnvel hægt að koma þessu suður.

En pælið í þessu.

2 thoughts on “Húsgagnahugleiðingar”

Lokað er á athugasemdir.