Einar benti á þessa grein í Independent sem telur til 20 lygar um innrásina í Írak. Flestar þessar lygar voru vel þekktar áður en til innrásarinnar kom. Nokkrar þeirra virkuðu bara í BNA, allavega man ég ekki eftir að mörgum sem féllu fyrir því þegar Bandaríkjamenn voru að reyna að búa til tengsl milli Al Kaída og Saddams.
Hvað með að fréttamenn taki sig til og spyrja ráðamenn okkar sem studdu Bandaríkjamenn í okkar nafni um hvað þeim finnist um þennan lista. Spyrja hvort þeir hafi í alvörunni trúað þessu eða hvort það hafi bara verið óheppilegur tími til að Íslendingar hefðu sjálfstæða utanríkisstefnu…
Ég var síðan að skoða Neil Gaiman áðan og hann minnist á að hann hafi verið settur á lista yfir „loony lefties“, hann væri þar með líka talinn „anti-American“.
Einsog við vitum þá er það orðinn nákvæmlega sami hlutur að vera á móti stríði og að vera á móti BNA. Þetta er ógnvekjandi skilgreining, aðallega vegna þess að skilgreiningin kemur frá herskáum Bandaríkjamönnum og hefur lítið verið gagnrýnd þar í landi.
Best að enda þetta með tilvitnun í Neil Gaiman, hættulega manninn sjálfan:
Of course, when stood next to the choice of American political parties (‘So, would you like Right Wing, or Supersized Right Wing with Extra Fries?“) my English fuzzy middle-of-the-roadness probably translates easily as bomb-throwing Trotskyist, but when I get to chat to proper lefties like Ken MacLeod or China Mieville I feel myself retreating rapidly back into the woffly Guardian-reading why-can’t-people-just-be-nice-to-each-otherhood of the politically out of his depth.