Á náttborðinu

Um klukkutíma eftir að ég spurði Palla um það þá er “Á náttborðinu” komið hér til hliðar. Reyndar var heilmikið vesen að koma þessu rétt inn en Palli harkaði það af sér. Að vanda þá reyni ég að láta þetta falla vel inn í látlaust útlit síðuna (does anyone care?) þannig að ég hef ekki kápumyndina með, sú ákvörðun gæti breyst.

Nú getið þið séð hvað ég er að lesa, Love, Groucho. Þetta eru bréf sem Groucho Marx skrifaði dóttur sinni. Margt áhugavert þarna, af því sem ég hef þegar lesið þá standa uppúr þeir bútar sem hann skrifaði um von og síðar vonbrigði sín með myndina A Night in Casablanca sem var gerð töluvert seinna en aðrar Marxbræðramyndirnar. Myndin lofaði góðu, þeir höfðu æft senur fyrir fram áhorfendur með góðum árangri (þeir gerðu það sama þegar þeir gerðu A Night at the Opera sem er uppáhaldsmyndin mín með þeim) en Groucho heldur því fram að leikstjórinn hafi eyðilagt hana.

En aftur að náttborðinu sem er reyndar ekki til staðar, við hliðina á rúminu er stóll sem nú er þakinn bókum sem litli bókavörðurinn hefur tekið. Ég mun vissulega sleppa því að skrá þessar 20 sjálfshjálparbækur sem Eygló er að lesa/gera grín að/taka mark á. Ég ákvað líka að hafa bara eina bók skráða í einu því yfirleitt er ein bók sem stendur uppúr þó maður sé með fleiri í gangi. Spurning um hvort ég ætti að hafa þetta síðustu bók sem ég las í stað þeirrar sem ég er að lesa akúrat núna. Breyti því ekki strax samt.

Ég er ákaflega meðvitaður um beintengingu WinAMP við netið og því er ég að stríða lesendum mínum aðeins með því að spila lög sem hljóma kannski ekki alltaf oft en falla engu síður að mínum breiða tónlistarsmekk. Ég hef eitt Spice Girls lag viljandi á harða disknum mínum, hver getur giskað hvaða lag það er? Notið athugasemdakerfið til að svara.

2 thoughts on “Á náttborðinu”

Lokað er á athugasemdir.