Meira á náttborðið

Var að breyta Á náttborðinu þannig að núna eru tvær bækur þar, sú sem ég er að lesa og sú sem bíður eftir mér á náttborðinu. Ég ætlaði reyndar að hafa líka þá bók sem ég er nýbúinn að klára með en það endaði í ægilegu veseni. Tók mig til og breytti stillingunum þannig að þetta vísaði á breska Amazon en ekki það bandaríska, í kjölfarið birtist Woody Allen bókin ekkert á listanum en Love, Groucho kom tvisvar. Lauk þessu með að hafa bara tvær bækur þarna í bili.

Ég var annars að skoða þau plugin sem Palli hefur sett hérna inn fyrir okkur og nokkur þeirra bjóða upp á skemmtilega möguleika. Maður verður reyndar að passa sig á að vera ekki að nota allt sem til er bara til að nota það. Ég er sífellt að læra meira inn á MT með þessu veseni.

Þetta með að gæta hófs minnir mig á síðurnar inn á Barnalandi, þar er samansafn af fólki sem sér eitthvað sem því finnst afskaplega flott og bætir því við á síðuna sína (síðu barnsins). Þessir óendanlegu svölu hlutir gera síðan það að verkum að síðan verður ólesanleg fyrir snjókomu og einhverju drasli sem eltir músabendilinn svo við tölum ekki um haugana af sætu hreyfimyndunum. Þetta er samt skárra en fólkið sem lætur síðuna sína spila midilög.