Ég fór til tannlæknis áðan og hann fann engar skemmdir. Þetta gerir það opinbert að það eru rúm 10 ár síðan nokkuð hefur verið skemmt hjá mér og mun það vonandi halda áfram. En tannlæknirinn benti mér samt á að ég þyrfti að huga að tannholdinu sem væri orðið veikt og þyrfti svoltið meira viðhald, þarf að nota tannþráð meira. Þar sem holdið er svona veikt þá þurfti ég að hrækja nokkrum lítrum af blóðu útúr mér meðan hann var að fara meðfram tannholdinu með einhverju víbrunardóti.
Þetta minnti mig hins vegar á þegar ég missti endajaxlana. Endajaxlarnir voru teknir úr mér þegar ég var 15-16 ára til að þeir gætu ekki skemmt þær tannréttingar sem höfðu farið fram. Einsog ég hafði ávallt gert með þá tannlæknatíma sem ég fór í á þessum árum (sem voru nokkuð margir sökum tannréttinga) þá pantaði ég tíma á þeirri stund sem ég átti að fara í skólasund (ég missti reyndar af nokkuð mörgum tíma þegar jaxlarnir voru teknir enda fer maður ekki aftur í skólann eftir svona aðgerð).
Það sem ég lærði meðan ég var í tannlæknastólnum var það að maður skyldi aldrei opna augun í svona aðgerð ef tannlæknirinn manns er með gleraugu. Mér leið alls ekki vel þegar ég leit upp og sá munninn minn speglast í gleraugum tannlæknisins fljótandi í blóði.
Eftir tíman hjá tannlækninum rölti ég inn á Videoland, náði að láta afgreiðslumanninn skilja hvaða mynd ég vildi og fór síðan heim með strætó.