Geimferð VII: Niðjar

Star Trek VII: Generations byrjar á því að Kirk sogast inn í ákveðna búð í Reykjavík, 80 árum seinna sogast Picard (sem er þá skipherra á Enterprise) inn í sömu búð. Þeir hittast þar og saman stoppa þeir Alex úr A Clockwork Orange frá því að drepa milljónir manna (þetta þarf hann að gera til að komast inn í þess reykvísku búð).

Ekki var þessi mynd á háu stigi, söguþráðurinn afskaplega holóttur. Atriði þar sem eldflaug fer frá yfirborði reikistjörnu að sól á 11 sekúndum er stórskemmtilegt í því hvernig er gengið framhjá augljósum hindrunum sem raunveruleikinn myndi leggja í veginn.

Af skemmtilegri atriðum má nefna að Whoopi Goldberg leikur hér barþjónn sem segir Picard frá því þegar hún fór í títtnefnda reykvíska búð (hún hefur einmitt leikið í sjónvarpsþáttunum sem Picard var í).

William Shatner kemur fram í síðasta sinn og kveður seríuna með leik sem hlægir mann.

Kirk er enn og aftur í 80s búningi en Picard er í þessum frekar þrönga búningi (þó ekki Spandex). Reyndar kemur Picard fyrst fram í búningi sem hefði passað vel við Shatner.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *