Geimferð II:Khan Verður Fúll

Star Trek II:The Wrath of Khan er í raun framhald af gömlum Star Trek þætti sem ég hef ekki séð. Í stuttu máli er titilpersónan Khan fúll út í Kirk vegna atburða í gömlum þætti. Byrjað er að finna afsakanir til að draga persónurnar inn í atburðarásina þó margir þeirra séu löngu farnir af Enterprise. Kirstie Alley leikur Vúlkana í þessari mynd. Inn í málið fléttist tilraunatækni sem hefur kraft til að eyða heilli stjörnu og konan sem stendur á bak við þær rannsóknir.

Búningarnir í þessari mynd eru svoltið einsog þeir hafi verið hannaðir fyrir hallærislega 80s hljómsveit.

William Shatner er afar vondur leikari.

Leave a Reply