Meistari Freddie

Þetta fer í taugarnar á einhverjum, meistari Freddie, segjum það enn einu sinni, meistari Freddie. Ég fékk semsagt Live at Wembley á dvd í dag, 11 ár síðan ég fékk þetta á geisladisk. DVD-diskurinn tafðist svoltið en það borgaði sig samt alveg að kaupa hann hjá Sigga í 2001, munaði 1500 á verðinu þar og í Skífunni (reyndar var Skífan síðan með hann á tilboði sem var þó dýrara en í 2001).

Meistari Freddie af því hve brilljant hann er á sviði, meistari Freddie fyrir það hvernig hann getur tekið áhorfendur í efstu hæðir, seinna komið tárum í augun á þeim og komið þeim aftur til himna. Meistari Freddie fyrir 75.000 manns á Wembley klappandi höndunum saman þegar hann vildi. Það er enginn einsog Freddie. Þegar hann lítur á áhorfendurnar þegar hann hefur farið með línuna “You’ve brought me fame and fortune and everything that goes with it, I thank you all”, allir vita að hann meinar það og taka það til sín. Svo maður tali ekki þegar hann kemur með ræðu áður en hann syngur “Who wants to live Forever”. Enginn vissi hvaða dýpri merking var bak við þetta nema Freddie sjálfur.

Þó Freddie sé maðurinn sem stjórnar áhorfendunum þá má maður ekki gleyma hinum því allir eru þeir frábærir. Brian kemur með nærri tíu mínútna gítarsóló sem er aldrei leiðinlegt. Roger trommar og syngur Freddie til stuðnings. John hoppar á einum fæti og reynir að vera ekki fyrir. Það er ótrúlegt að sjá hljómsveitina vinna saman því maður veit að engir tónleikar voru eins, alltaf breytist eitthvað, Freddie fór að bæta við línum og hinir komu með ný innskot. Alltaf er þetta brill.

Í viðtali við Roger sem er á aukadisknum þá kemur hann með skemmtilegt skot. Hann var að tala um hve gaman þeir hefðu af þátttöku áhorfenda og gerði síðan grín að tónlistarmönnum sem þola ekki að það sé sungið með í einhverju “This is my art” egótrippi.

Brian talaði síðan um það hvernig honum datt í hug að bæta In the lap of the Gods…Revisited aftur inn á prógramið eftir langan tíma, það lag er ótrúlega flott og stórkostlegt að sjá Freddie flytja það.

Þetta er allt saman óendaleg snilld…

Mánuði seinna spiluðu þeir síðan í Knebworth fyrir ótrúlegan mannfjölda, líklega er það met í Bretlandi en þeir hættu að telja selda miða við 120.000 því þeir höfðu ekki leyfi fyrir fleiri. Allavega olli þetta stærsta umferðhnúti sem orðið hafði í Bretlandi. Eftir það fór Queen ekki í fleiri tónleikaferðalög og 5 árum seinna var Freddie dáinn.