Samkeppnismálin

Í dag var fjallað um samkeppnismál á Rás 2 og í Kastljósinu. Mér finnst ótrúlegt hvað fólk getur verið blint fyrir því hve hættulegt það er að leyfa Flugleiðum (afsakið mig en ég fer ekki að kalla þetta Icelandair) að hegða sér einsog þeim sýnist á þeim leiðum sem IcelandExpress flýgur til. “Vúhú, lægra verð hjá Flugleiðum, notum það, við skulum ekki versla við IcelandExpress þó þeir séu að bjarga okkur frá okri Flugleiða”.

Hvað gerist síðan ef Flugleiðir ná sínu fram? IcEx fer á hausinn og Flugleiðir hækka fargjöldin aftur, grunar reyndar að verðið yrði hærra en það var fyrir (við myndum semsagt borga sjálf fyrir að losa Flugleiði við samkeppnina).

Hvað gerðist með samkeppnina milli Flugfélags Íslands og Íslandsflugs? Munið þið hve ódýrt var að fljúga milli Akureyrar og Reykjavíkur? Það er ekkert ódýrt lengur, bara sama fokkings okrið og áður.

Og svarið við heimskulegu spurningu dagsins er því: Nei, það er ekkert neytendum til góða að leyfa Flugleiðum að undirbjóða IcEx því það endar með sama okrinu og áður.