Geimferð VIII: Fyrsti Kossinn

Star Trek VIII: First Contact fjallar um tilraun Borganna til að ráðast á Jörðina áður en Vörputæknin varð til. Picard kemur til að stoppa þá en hann er knúinn áfram af ótrúlegu hatri. Hluti áhafnarinnar hjálpar Jarðarbúum að ná sér eftir árás Borgverjanna á meðan hinn hlutinn berst við eftirlegu Borgaranna. Data (sem er tölvuvera einsog þeir sem nota norrænar tölvur vita) á gríðarlegri andlegri baráttu við drottningu Borgmanna.

Myndin er góð.

Patric Stewart er góður leikari en myndina skortir þann sjarma sem fylgdi alltaf amatörtöktum William Shatners.

Búningarnir eru þeir sömu og í síðustu mynd (held ég).

4 thoughts on “Geimferð VIII: Fyrsti Kossinn”

  1. “The Borg” höfðu áður komið fram í þáttunum Star Trek: The Next Generation og því hefur Picard persónulega reynslu af þeim. Þeir höfðu ekki áður komið í myndunum.

  2. Möguleikar á áfamhaldi eru miklar, ég er að íhuga hvernig ég fer að redda upphaflegu þáttunum.

    Í dag bætti ég einmitt við flokknum Star Trek og hann mun stækka þó aðeins tvær myndir séu eftir.

    Þetta veltur hins vegar allt á því að frú Gneisti drepi Gneistann ekki fyrir að horfa svona mikið á Star Trek (hún er ekki fan).

  3. Þessa mynd sá ég einu sinni og hún er mun betri en þær sem ég hef séð með fyrsta hópnum.

    Er þetta fyrsta myndin þar sem “Borg” koma (eða kemur?) við sögu.

  4. Ritstjórn FRÉTTA hlýtur að fara fram á að svipuð umfjöllun fari fram um Star Trek þættina sjálfa og einstakar seríur eða “spin offs” verði teknar fyrir. Af nógu er að taka.

    Live long and prosper!
    Ritstjórn FRÉTTA

Lokað er á athugasemdir.