Geimferð: Næsta Kynslóð (87-88)

Ég hef þá horft á fyrstu seríuna af Star Trek: The Next Generation, fyrst sýnd 1987-1988. Serían fjallar um áhöfn Picards á The Enterprise, Data (vélmennið), Worf (Klingoninn), Riker (númer eitt), Geordi (blindi náunginn), Troi (ráðgjafinn), Wesley (drengurinn, sá er núna með bloggsíðu) og Crusher (læknirinn). Þetta er mjög góð skemmtun, að vísu var þarna framan af leikari (barnabarn Bing Crosby) sem var á sápuóperustiginu en hún var drepin svo það endaði vel.

Serían byrjar á því að allir hittast og það er vel gert, ævintýri geimnum taka við, endurtekin kynni við geimveruna Q (sem pirraði mig) og Ferengíana (sem voru misheppnuð tilraun til að búa til óvini) eru einkenni seríunnar. Í lokaþættinum var eitthvað spúkí á seyði, fyrst voru Rómúlarnir grunaðir en það gekk ekki upp. Aðalóvinir Picards eru ekki komnir fram á sjónarsviðið og því grunar mig að á bak við þetta skuggalegu atburði hafi verið The Borg. Resistance is Futile!
Brellurnar eru skondnar, flest allt er í svona „stop-motion“ tökum þannig að maður sér geimskipið rykkjast áfram.

Þetta lofar semsagt allt góðu enda hefur oft verið sagt að hér sé um að ræða bestu sci-fi þáttaröð sem framleidd hefur verið.

Leave a Reply