Foo Foo Foo

Rétt fyrir níu í morgun við Eygló í Kringluna, reyndar enduðum við fyrir utan Kringluna þar sem biðröðin var nokkuð löng. Við biðum í um 100 mínútur og vorum að lokum komin með allt sem við vildum:

Ég náði að redda miðum handa vinnufélaga mínum (og félögum hans) í stæði, en handa mér, Eygló og Hjördísi í stúku. Ástæðan fyrir því að við förum í stúku er við höfum slæma reynslu af því að vera með manneskju sem nær ekki 160 cm í þessum mannhafi sem myndast niðri. Síðan geta þeir sem eru í stúku alltaf stokkið niður (ekki stokkið beinlínis, meira farið niður stigann).

Það pirrar mig alltaf voðalega hvað fólk treðst endalaust í röðina, ef það þekkir einhvern fyrir framan mann þá bara fer það þangað. Maður getur ekkert gert. Það þyrfti einfaldlega að vera þarna starfsmaður sem passar að þetta gerist ekki og jafnvel útdeilir miðum einsog eru í búðum. Síðan sá ég náunga koma útúr Skífunni með miða þegar við vorum að koma þangað (við fórum semsagt austanmegin inn í Kringluna), það eru ekki sömu reglur sem gilda fyrir alla. Ég segi það aftur og aftur, Skífan er skítafyrirtæki.

Til að stytta fólki biðina mætti Páll Óskar og útdeildi GayPride blaðinu.

Fyrir aftan okkur Eygló var afburðaleiðinlegt fólk, virðist ekki eiga sér líf nema til drekka (“ég er búinn að drekka bjór á hverjum degi í 5 vikur”), hjálpi mér hvað ég vorkenndi þessu pakki (hefði vorkennt því meira ef þessi mikla fyrirlitning væri ekki til staðar). Það eina sem þetta fólk gat talað um voru afrek sín eða annarra meðan á drykkju stóð.

En hvað um það, Foo Fighters verða áberandi í spilaranum næstu vikur og mánuði.

Ljúkum þessu á að tengja þetta við Queen. Foo Fighters (Dave Grohl og Taylor Hawkins allavega) vígðu Queen inn í Rock & Roll Hall of Fame, spiluðu síðan með Brian og Roger. Einnig hefur Brian spilað með FF, öflugast er líklega coverið af Have a Cigar (Pink Floyd upphaflega) sem var í myndinni Mission Impossible 2.