Star Trek X: Nemesis hefur nokkuð brilljant meginþema sem er tvífarar. Enterprise er sent til Romulus (Romulans er aðallega þekktir fyrir ölið sitt) eftir að ný stjórn hefur tekið þar yfir (einsog gerist víst oft). Þegar Picard kemur til Romulus kemur í ljós að nýji stjórnandi veldisins er nokkuð kunnuglegur. Miðkafli myndarinnar fjallar að mestu um hvort nýja stjórnandanum sé treystandi. Vísbendingar um nýtt ofurvopn fyllir skipverja Enterprise tortryggni.
Þessi var nú með þeim betri (og vissulega á það við um flestar myndir með Next Generation áhöfninni). Tilvísanir í aðrar Star Trek seríur lífga líka upp á myndina.
Búningarnir breytast lítið.