Frændur!

Í Íslendingabókarskoðun minni þá hef ég nokkrum sinnum rekist á sexmenninga í bloggheimum, hingað til hef ég fundið neinn skyldari mér en Særúnu en nú fann ég tvo frændur… og ég á ekkert sameiginlegt með þeim.

Sá sem ég var að fletta upp var Potturinn sjálfur, Tómas Hafliðason, kemur í ljós að Heiða systir ömmu minnar var amma hans. Ég og sjálfstæðismaðurinn Tómas eigum fátt sameiginlegt. Þegar ég skrapp aðeins yfir á síðuna hans sá ég link á “Óla frænda” sem ég kíkti á til að sjá hvort væri líka frændi minn og viti menn, hann var það líka. Ég og kristnibloggarinn Ólafur eigum fátt sameiginlegt.

Hvort ég eða frændur mínir eigi meira sameiginlegt með Þóroddi langafa og Þóreyju langömmu veit ég ekki (þau voru kristin einsog fólk var almennt, síðan minnir mig að það sé haugur af prestum í ættinni ef maður fer aðeins aftur). Ég veit annars lítið um þau hjón, Þórey dó þegar amma var 14 ára (og Heiða 13 ára) en Þóroddur er hins vegar sá langafi minn sem næstur var mér í tíma. Þóroddur dó þó 9 árum áður en ég fæddist. Þóroddur er reyndar jarðsettur hér í Reykjavík, í Fossvogskirkjugarði. Fallegur legsteinn með mynd af honum, þegar ég fór þangað í fyrra tók Eygló einmitt mynd af mér við steininn og ég gaf ömmu síðan myndina.

Ísland er alveg afskaplega lítið.