Gneistaflug fór vel fram

Gneistaflug 2003 fór vel fram, fjölmiðlar hafa samt gert sitt besta til að hunsa hið góða starf sem unnið hefur verið hér.

Hátíðin hófst á fimmtudagskvöld með heimsókn í Karlagötu og Skerjafjörðinn, villidýr réðst á einn mótsgest en allt fór vel að lokum. Siggi Dúx sást á hinu færanlega mótssvæði með dömu sér við hönd.

Á föstudaginn fengum við Evu í heimsókn og það var drukkið fram á nótt, mótshaldari hélt sér þurrum til að geta skorist í leikinn ef stúlkurnar yrðu villtar.

Á laugardagsmorgni var rólegur dagur í vinnunni fyrir utan að samstarfsmaður skemmdi þónokkuð af dóti. Laugardagskvöld fór fram á heimili stórlaxs úr Kolkrabbanum (sem er þó óskyldur Eygló merkilegt nokk), Viltu Vinna Milljón? fór fram með sigri Eyglóar. Síðan kom Hildur og spjallað var fram á nótt.

Sunnudagur var rólegur og deginum lauk með heimsókn elskenda.

Í kvöld (mánudagskvöld) er dömukvöld í gangi.

Sjáumst á næsta ári!